Dómkirkjan

 

Æðruleysismessa sunnudaginn 21. janúar kl. 20 Við komum saman í anda tólf sporanna, dveljum í kyrrð og ró frá dagsins amstri. Iðkum 10, 11 og 12 með því að hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlýða á hugleiðingu, rýna inn á við, leita Guðs, biðja saman og syngja hvert með sínu nefi. Látum orðið berast og gefum þar með öðrum tækifæri á að mæta :) Við hlökkum til að sjá þig ❤️

Laufey Böðvarsdóttir, 16/1 2018

Góð vika framundan! Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Matur og samvera í Safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Frítt inn. Á fimmtudaginn byrjar Opna húsið aftur, byrjum kl. 13.30 með veislukaffi Ástu okkar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á sunnudaginn, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Á sunnudaginn kl. 16 mun Gunnar Kvaran sellóleikari fjalla um andleg mál og leika tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og ástarpungar í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá ykkur.

_GV_3780+

Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2018

Minningarkort Dómkirkjunnar, panta má kort í síma 5209700 virka daga eða senda póst á kirkjan@domkirkjan.is

21150405_10155602222905396_8169710075181364076_n

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2018

Messa kl.11 sunnudaginn 14.janúar. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs og Sigurðar. Dómkórinn og orgnanisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi · FJÖRUGT, FRÆÐANDI OG SKEMMTILEGT BARNASTARF ALLA SUNNUDAGA.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2018

Opna húsið byrjar eftir viku, fimmtudaginn 18. janúar kl. 13.30. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2018

Kæru vinir! Mikið verður gaman að sjá ykkur í bæna-og kyrrðarstundinni á þriðjudaginn kl.12.10 í Dómkirkjunni. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2018

Athugið, sunnudagaskólinn hefst eftir viku, þann 14. janúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2018

Gunnar Kvaran sellóleikari fjallar um andleg mál og leikur tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 21. janúar kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

_GV_3780+

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2018

Fermingarfræðslan hefst að nýju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 16 í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2018

Messa sunnudaginn 7. janúar kl.11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Safnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu,
Lækjargötu 14a eftir messu, kl. 12.15.
Dagskrá: Kosning kjörnefndar.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...