Dómkirkjan

 

Mozart Requiem K626 í Eldborgarsal Hörpu.

Þann 6. nóvember nk. mun Dómkórinn í Reykjavík, Kammerkór Dómkirkjunnar, ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Snorra Wium og Viðari Gunnarssyni auk kammersveitar flytja Requiem eftir W.A. Mozart í Eldborgarsal Hörpu. Stjórnandi er Kári Þormar. Tónleikarnir eru hluti Tónlistardaga Dómkirkjunnar sem í ár eru haldnir í þrítusgasta sinn. Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu Marteins H. Friðrikssonar dómorganista (1939-2010), sem var helsti frumkvöðull Tónlistardaganna. Einnig mun Skólakór Kársness flytja Stabat mater eftir G.B. Pergolesi undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur og kammersveit.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og fer miðasala fram á vef Hörpu: www.harpa.is.

Ástbjörn Egilsson, 6/11 2012 kl. 16.25

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS