Fyrsti sunnudagur í aðventu
Sunnudagurinn 28. nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við byrjum með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem sr. Hjálmar Jónsson þjónar. Kl. 14 er sænsk guðsþjónusta. Dr. Pétur Pétursson flytur hugvekju, en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Kl. 20 er svo Aðventukvöld Dómkirkjunnar. Geir Tómasson tannlæknir flytur hugvekju.
Sr. Anna Sigríður flytur ávarp og sr. Hjálmar lokabæn. Dómkórinn og dómorganisti Kári Þormar sjá um tónlistina. Einnig syngur skólakór Vesturbæjarskóla,stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Að loknu aðventukvöldinu er kaffi í safnaðarheimilinu í boði kirkjunefndar kvenna.
Ástbjörn Egilsson, 25/11 2010 kl. 11.06