Dómkirkjan

 

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni á nýársdag, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar. Organisti er Guðný Einarsdóttir og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Hátíðarguðsþjónustunni verður útvarpað beint klukkan 11.00. Vinsamlegast athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki rúm fyrir almenna kirkjugesti við guðsþjónustuna. Kór og annað starfsfólk fyllir uppí þann fjölda sem leyfilegur er. Prestar og annað starfsfólk Dómkirkjunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og minnir á vonarríkan boðskap Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós.” Erfiðleikarnir ganga yfir og það mun birta til.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2020 kl. 23.22

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS