Hvað getur maður vitað um Guð? Hvað er trú? Er tilgangur með lífinu? Skil ég alltaf hvernig mér líður? Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélagið sem ég lifi í? Þetta eru stórar spurningar og ekkert víst að við getum svarað þeim í eitt skipti fyrir öll. En það er gott og gagnlegt að velta þeim fyrir sér og það ætlum við að gera í fermingarfræðslu Dómkirkjunnar næsta vetur. Þar ert þú velkomin(n). Fermingarfræðsla vetrarins 2018-2019 hefst með messu þann 2. september kl. 11:00 og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum að messu lokinni. Athugið að ekkert námskeið verður haldið vikuna fyrir upphaf grunnskólans líkt og verið hefur undanfarin ár. Fyrirkomumlagið verður betur útskýrt í haust en við munum hittast vikulega (á miðvikudögum kl 16:00 – 16:50) fram að aðventunni og byrja svo aftur í byrjun febrúar og hittumst fram að dymbilviku. (síðasti tími 10. apríl) En við gerum margt fleira; förum m.a. í ferðalag í Vatnaskóg 4.-5. október, og söfnun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs Kirkjunnar ( 8. nóvember) Fermingardagar eru: 14. apríl (pálmasunnudagur) 18. apríl (skírdagur) 9. júní (hvítasunnudagur) Þau börn sem hyggjast taka þátt í fermingarfræðslunni eru vinsamlegast beðin að skrá þátttöku sína á netfanginu: kirkjan@domkirkjan.is Við hlökkum til að hitta ykkur í haust! Með góðri kveðju, Prestarnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/5 2018 kl. 18.51