Dómkirkjan

 

Það er alltaf gleðilegt þegar prests- og djáknavígslur eru og á morgun er vígsla kl. 11. Hér er mynd frá því þegar Grétar Halldór Gunnarsson var vígður til Grafarvogsprestakalls. Blessunar- og hamingjuóskir fylgi honum og þeim Sylvíu Magnúsdóttur og Elísabetu Gísladóttur sem vígðar verða á morgun. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir djáknakandídat Elísabetu Gísladóttur til djáknaþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Einnig verður cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Vígsluvottar verða sr. Kristín Pálsdóttir, sr, Sveinn Valgeirsson, sr. Bragi Skúlason, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskóli milli kl. 11 og 12 á kirkjuloftinu. Öll börn velkomin í fylgd með fullorðnum. Messa kl. 14 í Kolaportinu. Sr. Sveinn þjónar ásamt Þorvaldi Halldórssyni og fleirum. Minnum á bílastæðin aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!

_GV_9593+ net

Laufey Böðvarsdóttir, 24/9 2017 kl. 0.09

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS