Dómkirkjan

 

9. september

Sunnudaginn 9. september er messa kl. 11 þar sem sr. Sveinn Valgeirsson prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Hilmar Agnarsson. Sunnudagaskólinn hefst á sunnudaginn og verður á messutíma alla sunnudaga undir stjórn Árna Ragnars og Ólafs Jóns eins og síðasta vetur. Að lokinni messu er messukaffi í safnaðarheimilinu.

Kl. 14 vígir biskup Íslands Önnu Eiríksdóttur guðfræðing til sóknarprests í Dalaprestakalli. Víglsuvottar eru sr. Sigurður Jónsson, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur, sem lýsir vígslu og sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur sem einnig þjónar fyrir altari. Þrúður Kristjánsdóttir, ritari sóknarnefndar Hjarðarholtssóknar les ritningarlestur.
Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar

Ástbjörn Egilsson, 7/9 2012 kl. 11.16

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS