Dómkirkjan

 

Sunnudagur 2. september

Messað verður kl. 11 á sunnudaginn 2. september. Sr. Hjálmar Jónsson er snúinn aftur úr Noregsför og þjónar fyrir altari í messunni en sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, en Sveinn hefur haft brauðaskipti við sr. Önnu Sigríði og þjónar hér til 31. ágúst 2013 en sr. Anna þjónar til jafnlengdar á Eyrarbakka og Stokkseyri í stað Sveins. Í messunni á sunnudag verður fermd Hlökk Þrastardóttir Vesturgötu 19 og fögnum við henni og fjölskyldu hennar. Einnig verður barn borið til skírnar og veri fjölskyldan hjartanlega velkomin. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 30/8 2012 kl. 14.25

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS