Dómkirkjan

 

Sunnudagur 8. janúar 2012

Næsti sunnudagur er fyrsti sunnudagur eftir þrettánda. Á þessum degi hafa á mörgum undanförnum árum fjölmennt í  messu félagar í rebekkustúkunni Sigríði. Þær Oddfellowkonur hafa tekið þátt í messunni með lestri ritninga og á annan hátt. Að þessu sinni leiðir sr. Anna Sgríður Pálsdóttir messuna og þjónar fyrir altari en Anna Lára Kolbeins prédikar. Björg Benediktsdóttir, Katrín Yngvadóttir og Ingibjörg Andrésdóttir lesa ritningartexta og upphafsbæn. Organisti er Bjarni Jónatansson, Dómkórinn syngur og Guðbjörg Sandholt syngur einsöng.

Ástbjörn Egilsson, 4/1 2012 kl. 13.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS