Prestsvígsla í Dómkirkjunni
Annan dag hvítasunnu, mánudaginn 21. maí nk. kl. 11 mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja tvo guðfræðinga til þjónustu.
Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.
Mag. theol. Kristján Arason, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi.
Vígsluvottar verða sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sr. Sigurður Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson Dómkirkjuprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur sem lýsir vígslu.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2018
Hvítasunnudag kl.11 er fermingarmessa í Dómkirkjunni.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar þar og einnig þjónar hann kl.14 í Viðey. Gaman að taka bátinn út Viðey og njóta guðþjónustu þar, nú í sumarbyrjun.
Æðruleysismessa kl. 20 í Dómkirkjunni á hvítasunnudag.
Æðruleysismessan er svar kirkjunnar við sívaxandi þörf tólfsporafólks fyrir andlegt- og trúarlegt líf. Tólf sporin og inntak Æðruleysisbænarinnar eru allt um kring ásamt kyrrð og ró. Messan er klukkustund og er allt fólk velkomið, börn, ungt fólk, miðaldra og aldrað
;)
Við munum taka okkur frá amstri dagsins og amstri helgarinnar, dvelja saman í kyrrð og ró, biðja saman, meðal annars fyrir þeim sem eru enn úti að þjást, hugleiða, hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlusta á ljúfa tóna og endurnærast eða endurnýjast.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2018
Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2018