Dómkirkjan

 

Dómkórinn með tónleika 2. nóvember kl. 20:00

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 20 flytur Dómkórinn í Reykjavík hið ástsæla Requiem franska tónskáldsins Gabriel Fauré. Tónleikarnir, sem verða í Neskirkju, eru hluti af Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014, en þeir standa frá 2. til 12. nóvember. Að auki flytur kórinn smáverkið Cantique de Jean Racine sem er einnig eftir Fauré.

Á tónleikunum mun kórinn syngja undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Á orgelið leikur Lenka Mátéová en söngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson barítón. Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 sem söngkona ársins og hefur Fjölnir unnið til fjölda verðlauna erlendis þrátt fyrir ungan aldur.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2014 kl. 16.49

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS