Dómkirkjan

 

Það er margt á döfinni hjá okkur í Dómkirkjunni. Á morgun fáum við konur úr kvenfélagi Laugdæla í heimsókn, það verður ánægjulegt að fá góða gesti austan úr sveitum. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að sýna gestunum kirkjuna og segja sögur.
Á sunnudag er messa kl.11 og upphaf tónlistardaga Dómkirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ritningarlestrana lesa þau Mist Þrastardóttir og Geir R. Tómasson. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar, á básúnur leika Einar Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson og á trompet Jóhann Stefánsson og Óðinn Melsted. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Frumflutt verða verkin Davíðssálmur 100 eftir Ásbjörgu Jónsdóttur og Treystu Drottni eftir Soffíu Björgu Óðinsdóttir.
Á sunnudagskvöldið kl. 20 flytur Dómkórinn Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, ásamt smáverki hans Cantique de Jean Racine.
Einsöngvarar: Fjölnir Ólafsson, barítón, og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran.
Orgel: Lenka Mátéová
Stjórnandi: Kári Þormar
Miðaverð: 3000 kr. / 2.500 kr. í forsölu hjá kórfélögum.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2014 kl. 21.41

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS