Dómkirkjan

 

Sjómannadagur

Næsti sunnudagur 3. júní er Sjómannadagurinn. Að venju er messað kl. 11 og taka sjómenn frá Landhelgisgæslunni og fulltrúar Sjómannadagsráðs m.a. þátt í messunni. Biskup Íslands prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti og stjórnandi er Kári Þormar. Einsöng syngur Þóra Einarsdóttir og Ásgeir Steingrímsson leikur einleik á trompett. Messunni er útvarpað.

Ástbjörn Egilsson, 30/5 2012 kl. 16.08

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS