KVÖLDTÓNAR Í DÓMKIRKJUNNI Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja að nýju skemmtileg sönglög og óperuaríur á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20:00. Að auki mun baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson koma fram á tónleikunum. Álfheiður Erla og Eva Þyri hafa tekið þátt í dagskrá Menningarnætur síðastliðin þrjú ár. Vorið 2018 fluttu þær norræn vorlög á Tíbrár tónleikum í Salnum og í Hofi á Akureyri. Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni! Aðgangur er ókeypis.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2018 kl. 9.18