Dómkirkjan

 

ÆÐRULEYSISMESSA 18. DESEMBER KL. 20

Aðventan er mörgum góður tími ríkur af tilhlökkun, ljósum og notalegum stundum en aðventan er líka mörgum erfið. Það er sama hvernig aðstæður eru það er alltaf gott að taka sig frá og gefa sér tíma.
Nú er tækifæri því Æðruleysismessa verður sunnudaginn 18. Desember 2016 kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Þessi klukkutími verður fylltur ró, góðri nærveru, bæn og íhugun. Sr. Anna Sigríður mun leiða stundina, Sr. Karl Matthíasson mun tala til okkar, félagi mun deila reynslu sinni, Díana fer fyrir bæn, Ástvaldur verður á píanóinu og Berglind Magnúsdóttir kemur og syngur fyrir okkur og með okkur :)
Verið öll velkomin ;) Sjáumst sem flest <3

Laufey Böðvarsdóttir, 14/12 2016 kl. 9.15

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS