Skemmtileg vika framundan í Dómkirkjunni – nú er haust-og vetrarstarfið að byrja af fullum krafti
Á morgun, þriðjudag er bænastund í hádeginu og góður hádegisverður að hætti Hrafnhildar í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Ungdóm er með samveru um kvöldið í safnaðarheimilinu.
Á fimmtudaginn byrjar “Opna húsið” eftir gott sumarfrí, séra Sveinn Valgeirsson nýr dómkirkjuprestur verður með okkur. Það verður gaman að hitta hópinn eftir sumarið, allir velkomnir, alltaf gaman þegar nýtt fólk bætist í hópinn. Á sunnudaginn verður innsetning séra Sveins Valgeirssonar og verður messukaffi við Vonarstræti eftir messu
Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2014 kl. 14.34