Séra Jakob Ágúst með hökulinn sem Gunilla Möller gaf Dómkirkjunni til minningar um mann sinn Birgi Möller.
Gunnilla Möller gaf Dómkirkjunni þennan fallega hökul. Hökulinn fundu þau hjónin á markaði á fyrstu hjúskaparárum þeirra er Birgir var sendiráðunautur í París, dýrmætum árum í lífi þeirra. Gunillu var raun að sjá helgigripinn standa i rigningu á útimarkaði og keypti. Þegar séra Ágúst Sigurðsson fermdi son þeirra í Kaupmannahöfn á búsetuárum þeirra þar, bar hann hökulinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2014 kl. 16.58