Dómkirkjan

 

Biskup gerist prestur að nýju – viðtal við sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup í Morgunblaðinu í dag.

Kannski er maður kominn aðeins úr æfingu svo þetta er ágæt upprifjun,« segir Karl Sigurbjörnsson, nú prestur við Dómkirkjuna.
»Fyrirvarinn að þessu var skammur en ég ákvað að slá til. Það er gaman að sinna almennri þjónustu að nýju og þeim fjölbreyttu verkefnum sem því fylgja,« segir sr. Karl Sigurbjörnsson biskup. Hann er nú prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og verður út febrúar. Með þessu fyllir hann skarð sr. Hjálmars Jónssonar sem er í veikindaleyfi.
»Þetta er allur pakkinn og maður hreinlega yngist upp í störfum með þessu góða fólki hér,« segir Karl sem ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur sinnir messuhaldi, jarðarförum og öðrum prestsverkum. Einnig fermingarfræðslu, en rúmlega tuttugu börn ganga til spurninga hjá dómkirkjuprestunum í vetur.
Hálft annað ár er síðan Karl lét af embætti biskups Íslands, sem hann gegndi í fjórtán ár. Á þeim árum kveðst hann alltaf hafa sinnt prestsverkum í einhverjum mæli, svo sem fyrir vini og fjölskyldu. »Kannski er maður kominn aðeins úr æfingu svo þetta er ágæt upprifjun,« segir Karl. sbs@mbl.is

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2014 kl. 17.53

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS