Dómkirkjan

 

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt !

blóm gulGleðilegt sumar kæru vinir og eins og segir í kvæðinu;
vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt !
Verið velkomin til messu í Dómkirkjunni á sunnudaginn klukkan 11.00. Séra Elínborg, Guðmundur dómorganisti og Dómkórinn leiðir sönginn.
Fimmtudaginn 16. maí er vorferðin okkar áætluð, hugmyndin er að heimsækja Bakkastofuhjónin; Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson. Þar sem söngur og gleði eru við völd og fallega lagið hans Valgeirs við texta Jóhannesar úr Kötlu verður eflaust sungið.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær – og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Allt hið liðna er ljúft að geyma
- láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt !
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt.
Lag: Valgeir Guðjónsson
Texti: Jóhannes úr Kötlum.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/4 2024 kl. 10.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS