Dómkirkjan

 

Á sunnudaginn, pálmasunnudag klukkan 11.00 fermist fríður hópur fermingarbarna í Dómkirkjunni. Öll fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni. Þegar Ágústa K. Johnson heitin fagnaði áttræðisafmæli sínu 2019 þá stofnuðu vinir hennar Ágústusjóð. Sjóðurinn er m.a. til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Þetta gladdi Ágústu mikið, en hún lést síðla árs 2020. Ágústa þekkti vel orð frels­ar­ans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði sam­kvæmt því. Drottinn blessi minningu Ágústu.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2023 kl. 22.55

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS