Dómkirkjan

 

Gunnar Kvaran í Dómkirkjunni 2. mars klukkan 13.00

Tilhlökkun að fá Gunnar Kvaran í Dómkirkjuna eða eins og Gunnar segir sjálfur: „ Það er mér mikið ánægjuefni að fá að flytja eitt af öndvegisverkum meistara Bachs fyrir einleiksselló á tónleikum í Dómkirkjunni fimmtudaginn 2 mars kl. 13. Auk einleiksverksins mun ég flytja stutta hugleiðingu og þessari stund mun ljúka á því að ég leik hið fræga lag Bachs,Air, ásamt Guðmundi Sigurðssyni organista Dómkirkjunnar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir“ Eftir stundina er veislukaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Við fáum góða gesti frá Áskirkju og Laugarneskirkju. Hlökkum til að sjá ykkur og verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/2 2023 kl. 20.41

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS