Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Gott að gefa sér stund frá amstri hverdagsins og hvíla hug og hjarta í helgidómnum fagra. Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson klukkan 20.30-21.00 öll þriðjudagskvöld. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga klukkan 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur og á fimmtudaginn er tíðasöngur klukkan 17.00 með séra Sveini Valgeirssyni. Verið velkomin í Dómkirkjuna!
Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2021 kl. 10.49