Dómkirkjan

 

Gleðidagur í Dómkirkjunni! Hjartans hamingjuóskir Vilborg Ólöf, megi Guðs blessun fylgja þér í lífi og starfi.

Það var stór dagur í dag fyrir Bessastaðasókn en í dag vígðist þriðji djákninn á nítján árum til sóknarinnar. Áður hafa þær Gréta Konráðsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir þjónað við sóknina en Margrét mun skila keflinu áfram til Vilborgar Ólafar Sigurðardóttur djákna um næstu áramót en mun þó áfram vera viðloðandi sóknina. Hér eru nokkrar myndir sem hún Guðrún mín tók af þessari fallegu stund sem vígslan svo sannarlega er. Hjartanlega velkomin til starfa Vilborg Ólöf til sóknarinnar og til Kjalarnessprófastsdæmis. En þess má geta að í dag var móðir hennar Vilborgar hún Brynhildur Ósk Sigurðardóttir djákni vígsluvottur dóttur sinnar en hún var einmitt í hópi fyrstu djáknanna sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands en hún vígðist þann 12.febrúar árið 1995.Þessa fínu mynd tók Gunnar Vigfússon, ljósmyndari.
a href=”http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2021/11/GV_3075+.jpeg”>_GV_3075+

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2021 kl. 16.58

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS