Dómkirkjan

 

Kæru vinir. Á meðan Kófið er hvað þykkast höldum við að okkur höndunum hvað varðar hefðbundið safnaðarstarf og er það í samræmi við tilmæli kirkjustjórnarinnar. Að sjálfsögðu leggjum við okkar af mörkum til að koma veirunni fyrir kattarnef. Opinbert helgihald fellur niður í október í Dómkirkjunni en við munum senda frá okkur hugleiðingar og helgistundir á netinu líkt og í fyrsta-kófi. Við munum heldir ekki láta af fyrirbænum og taka prestar og kirkjuvörður við fyrirbænarefnum. Varðandi sálgæsluna minnum á síma prestanna: Sveinn 862-5467, sveinn@domkirkjan.is og Elínborg: 847-1475, elinborg@domkirkjan.is. Dómkirkjan verður opin alla virka daga frá 10-14 og og á messutíma á sunndögum, þótt ekki verði um skiplagt helgihald að ræða þá. Þetta ástand reynir auðvitað á og skiptir miklu að við sameinumst í því að styðja hvert annað til að komast í gegnum þetta saman. Viðhorfið skiptir máli; þrátt fyrir þrengingarnar, þá borgar sig að ergja sig ekki yfir því sem við ráðum ekki við heldur þakka fyrir það sem við þó getum gert. Þakklæti fer betur með mann en gremja. Höfum í huga orð postulans í Rómverjabréfinu: „Við fögnum líka í þrengingum þar eð við vitum að þrengingin veitir þolgæði, þolgæði gerir mann fullreyndan og fullreyndur á vonina. Og vonin bregst okkur ekki.” Hittumst heil þegar kófinu léttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2020 kl. 11.27

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS