Dómkirkjan

 

KIMI með tónleika í Dómkirkjunni sunnudaginn 19. júlí kl. 16.00

KIMI er íslensk-grískur tónlistarhópur búsettur í Kaupmannahöfn. Eftir tónleikahald bæði nyrðra og syðra, lýkur KIMI ferðalagi sínu um Ísland með tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Efnisskráin er afar fjölbreytt og samanstendur að stórum hluta af verkum sömdum sérstaklega fyrir hópinn og einstaka hljóðfærasamsetningu hans, harmóníku, slagverk og söng. Þar má nefna verk eftir íslenska tónskáldið Finn Karlsson, hinn gríska Christos Farmakis og hinn breska Nick Martin. Að auki munu þau flytja íslensk og grísk þjóðlög í eigin útsetningum, ásamt nýlega uppgötvuðu verki eftir Atla Heimi Sveinsson.
-
Miðar verða seldir við inngang
2.000 kr. / 1.500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2020 kl. 11.07

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS