Dómkirkjan

 

Kórverkið Northern Lights eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo túlkar tryllta fegurð norðurljósanna. Það er hluti af fjölbreyttri efnisskrá sem verður flutt á tónleikum Dómkórsins í Hallgrímskirkju 3. Júní 2018 kl. 17:00. Á tónleikunum verður einnig flutt Requiem eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé ásamt einsöngvurum og orgeli. Önnur verk sem flutt verða eru eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre og Ēriks Ešenvalds. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir tónleika sem hann heldur í París 10. júní í Saint-Étienne-du-Mont kirkjunni í latínuhverfinu þar sem franska tónskáldið Maurice Duruflé var einmitt organisti. Stjórnandi: Kári Þormar Orgel: Steingrímur Þórhallsson Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Jón Svavar Jósefsson baritón og Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran. Miðaverð: 3.500 kr. á Tix.is en 3.000 kr. hjá kórfélögum. Miðar verða einnig seldir við innganginn. The Reykjavík Cathedral Choir – Concert The choral piece Northern Lights by the Norwegian composer Ola Gjeilo interprets the “terriffic” beauty of the northern lights. It is part of a varied repertoire that will be performed in concert by the Reykjavík Cathedral choir in Hallgrímskirkja church on 3 June 2018 at 5 pm. The choir will also be performing Requiem by the French composer Maurice Duruflé with organ and soloists. The programme also includes pieces by the composers Þorkell Sigurbjörnsson, Anna Þorvaldsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre, and Ēriks Ešenvalds. The choir will repeat the concert in Saint-Étienne-du-Mont church in Paris on 10 June 2018 at 3 pm where the French composer Maurice Duruflé held the post of Titular Organist from 1929 until his death in 1986. Conductor: Kári Þormar Organ: Steingrímur Þórhallsson Soloists: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-soprano, Jón Svavar Jósefsson baritone and Guðbjörg Hilmarsdóttir soprano. Tickets: ISK 3.500 on Tix.is and ISK 3.000 in from members of the choir. Tickets also available at the entrance.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2018 kl. 18.35

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS