Dómkirkjan

 

Ekkert barn útundan! Hjálparstarf kirkjunnar styður efnalitlar fjölskyldur í upphafi skólaárs
_28A9338-TH-Thorkelsson-14.08.2017-20x30 fyrir vef

 

Skólataska, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til á haustin sem og kostnað vegna námsgagna þar sem greiða þarf fyrir þau.

Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör geta leitað stuðnings hjá Hjálparstarfinu við að útbúa börnin í skólann. Við erum á Háaleitisbraut númer 66, neðri hæð Grensáskirkju. Það er opið hjá okkur frá 8 – 16 á virkum dögum.

Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá okkur og við búumst við svipuðum fjölda umsókna um stuðning nú. Efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum.  Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!

Við söfnum nú fyrir verkefninu og höfum stofnað valgreiðslukröfu með skýringunni Styrkur í heimabanka landsmanna að uphæð 2.600 krónur en einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 1900 með textanum Styrkur og þá gjaldfærast 1.300 krónur af næsta símreikningi.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/8 2017 kl. 11.39

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS