Prjónakvöld þriðjudaginn 25. febrúar
Þriðjudagskvöldið 25. febrúar kl. 19 verður prjónakvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Súpa, og kaffi á vægu verði.
Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup verður gestur okkar og segir okkur frá ýmsu skemmtilegu, sem og handverki móður sinnar frú Magneu Þorkelsdóttur. Magnea Þorkelsdóttir var mikil hannyrðakona og urðu mörg listaverk til í höndum hennar. Hún saumaði fjölda þjóðbúninga bæði á sig og afkomendur sína. Allir velkomnir, karlar, konur, ungir sem aldnir. Það þarf ekki að hafa neitt á prjónunum, bara mæta, því maður er manns gaman ;-)
Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/2 2014 kl. 9.42