Dómkirkjan

 

Prestsvígsla 14. júlí

Næsta sunnudag 14. júlí vígir biskup Íslands  tvo kandídata til prestsþjónustu.  Cand. theol. María Guðrún Gunnlaugsdóttir verður vígð til þjónustu í Patreksfjarðarprestakalli. Cand. theol. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn verður vígð til þjónustu í Kvennakirkjunni.

Vígsluvottar verða: Sr. Gunnlaugur Garðarson sem lýsir vígslu, sr. Auður Eir Vilhjálmsdótti , sr. Leifur Ragnar Jónsson ,sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 10/7 2013 kl. 8.39

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS