Dómkirkjan

 

Vígsla á sunnudag kl. 11

Fjórir prestar og tveir djáknar verða vígðir til þjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11 á sunnudaginn. Þrír prestanna vígjast til þjónustu í norsku kirkjunni. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígir og Ingeborg Midttømme, biskup í Møre, prédikar.

Vígsluþegarnir eru:

  • Kristný Rós Gústafsdóttir, sem ráðin er til þjónustu sem djákni í Ólafsvíkur og Ingjaldshólsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi
  • Þórey Dögg Jónsdóttir, sem ráðin er til þjónustu sem djákni í Fella og Hólakirkju, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
  • cand theol Arndís Hauksdóttir, sem ráðin hefur verið prestur í Nord-Innherad prófastsdæmi í Niðarósbiskupsdæmi, Noregi
  • cand theol Brynja V Þorsteinsdóttir, sem ráðin hefur verið prestur í Gauldal prófastsdæmi í Niðarósbiskupsdæmi, Noregi
  • cand theol Sigurvin Jónsson, sem ráðin hefur verið æskulýðsprestur í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
  • cand theol Þráinn Haraldsson, sem ráðinn hefur verið prestur í Álasundi, Nordre Sunnnmöre prófastsdæmi, Möre-biskupsdæmi í Noregi

Ingeborg Midttømme, biskup í Möre, prédikar, séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, lýsir vígslu, séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari.

Vígsluvottar eru:

  • Biskup Ingeborg Midttømme
  • Øystein Flø, prófastur
  • Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni
  • séra Svavar Stefánsson
  • séra Guðmundur Karl Ágústsson
  • séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
  • séra Sigurður Árni Þórðarson
  • séra Ragnar Gunnarsson
  • séra Sigrún Óskarsdóttir
  • séra Arnfríður Guðmundsdóttir

Ástbjörn Egilsson, 12/5 2011 kl. 12.49

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS