Dómkirkjan

 

Staða miðborgarprests lögð niður

Staða miðborgarprests var lögð niður nú um áramótin. Henni hefur gegnt séra Þorvaldur Víðisson frá því til hennar var stofnað sem samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Dómkirkjunnar. Það samkomulag var gert haustið 2006 og jafnan til árs í senn. Um þetta samstarf hefur ríkt góð samstaða og ánægja allra aðila.

Ástæða þess að ekki er nú lengur fært að halda stöðunni eru eingöngu fjárhagslegs eðlis.

Hlutverk miðborgarprests var ýmis kirkju- og félagsþjónusta við stofnanir og samtök í miðborginni að hálfu og að hinu leytinu barna- og æskulýðsstarf við Dómkirkjuna.

Séra Þorvaldur hefur sinnt hvoru tveggja af lipurð og trúmennsku. Honum eru þökkuð störfin og óskað góðs gengis í þeim störfum sem bíða hans.

Hjálmar Jónsson, 3/1 2011 kl. 18.05

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS