Tvær messur og tónleikar
Sunnudaginn 12. desember sem er þriðji sunnudagur í aðventu, eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Þorvaldur Víðisson, Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Í messunni mun Haraldur Þrastarson nemandi í tónlistarskólanum leika einleik á básúnu. Að lokinni messu er messukaffi í safnaðarheimilinu. Kl. 20 er síðan Æðruleysismessa en þar mun sr. Hjálmar Jónsson prédika en þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson þjóna einnig.
Að venju sér Bræðrabandið um tónlistina en Helga Möller syngur. Kl. 17 heldur Haukur Guðlaugsson orgeltónleika í kirkjunni.
Ástbjörn Egilsson, 8/12 2010 kl. 15.29