Dómkirkjan

 

Orgeltónleikar

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík
Sunnudaginn 12.desember kl.17.00

Haukur Guðlaugsson fyrrum söngmálastjóri leikur orgelverk tengd aðventunni og eigin umritanir á verkum eftir Chopin og fleiri.
Haukur Guðlaugsson fæddist árið 1931. Hann lærði orgelleik í Þýskalandi hjá Försteman og á Ítalíu þar sem kennari hans var Fernando Germani. Haukur starfaði sem söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar árin 1974-2001. Í tíð Hauks jókst námskeiðahald á vegum söngmálastjóra til muna. Hann lagið sig einnig mikið fram við að styrkja kórastarf á landsbyggðinni. Þá var útgáfustarfsemi mjög öflug í hans tíð.
Tónleikarnir eru hluti af 25 ára afmæli orgels Dómkirkjunnar.
Aðgangur er ókeypis.

Ástbjörn Egilsson, 11/12 2010 kl. 9.31

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS