Dómkirkjan

 

Fjórði sunnudagur í aðventu

19. desember er fjórði sunnudagur í aðventu. Tvær messur verða í Dómkirkjunni. Kl. 11 er norsk messa og mun sr. Hjálmar Jónsson prédika. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Kl. 13.30 er síðan þýsk messa. Þar prédikar sr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalnesinga, en sr. Jakob Roland prestur kaþólskra mun þjóna ásamt sr. Gunnari. Kári Þormar leikur á orgel en Vox populi undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar syngur.

Kl. 21 eru síðan jólatónleikar Kammerkórs Dómkirkjunnar,en kórinn syngur undir stjórn Kára Þormars ýmis jólalög.

Ástbjörn Egilsson, 15/12 2010 kl. 14.16

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS