Dómkirkjan

 

Tónleikar

Nýr Dómkór heldur tónleika

Fyrstu tónleikar nýs Dómkórs verða haldnir sunnudaginn 14. nóvember kl. 20 í Dómkirkjunni. Sérstakur gestur verður einn fremsti baritonsöngvari okkar Íslendinga og fyrrum Dómkórsfélagi, Hrólfur Sæmundsson. Hann hefur nýverið slegið í gegn í stórum hlutverkum í Þýskalandi, nú síðast í titilhlutverkinu í Évgení Onegin eftir Tjækovskí.

Í ár er 25 ára afmæli Schuke orgels Dómkirkjunnar og miðast því tónlist á þessum tónleikum við flutning með orgeli, kór og einsöngvara. Á tónleikunum verður flutt Missa in Honorem S. Josephi ópus 21 eftir belgíska tónskáldið Flor Peeters, Libera me úr sálumessu Faurés ásamt íslenskum kórlögum. Meðleikari á tónleikunum er Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju.

Dómkórinn kemur nú fram í breyttri mynd undir stjórn nýs dómorganista, Kára Þormar. Því má segja að þetta séu fyrstu tónleikar nýs Dómkórs og af því tilefni viljum við bjóða öllum sem vilja og hafa tækifæri til að koma í Dómkirkjuna og hlýða á söng kórsins. Aðgangur er ókeypis.

Ástbjörn Egilsson, 11/11 2010 kl. 10.28

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS