Dómkirkjan

 

Strengjakvartettinn Eyja og SPÍRA verða með tónleika í Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júní klukkan 16:30. Aðgangur er ókeypis. Strengjakvartettinn Eyja er skipaður fiðluleikurunum Söru Karín Kristinsdóttur og Elísabetu Önnu Dudziak, víóluleikaranum Diljá Finnsdóttur og sellóleikaranum Ágústu Bergrós Jakobsdóttur. Þær kynntust við nám í tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Í sumar mun Strengjakvartettinn Eyja leika bæði þjóðlega tónlist og tónlist innblásna af þjóðlögum, og lífga þannig upp á fallega sumardaga í Reykjavíkurborg. Á tónleikunum verður flutt þjóðleg dagskrá, bæði íslensk þjóðlög og tónverk innblásin af þjóðlegri tónlist. SPÍRA er tónlistarverkefni Hafrúnar Birnu Björnsdóttur, sem lauk B.Mus í víóluleik frá Listaháskóla Íslands nú í vor. Í sumar mun Spíra kynna víóluna fyrir almenningi með flutningi á frumsamdri spunatónlist. Við flutninginn notast hún við looper pedal sem gerir henni kleift að vefa saman ólík hljóð víólunnar.

11. júlí 11

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2024 kl. 19.13

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS