Dómkirkjan

 

Kæru vinir, alla  þriðjudaga er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og létt máltíð í safnaðarheimilinu eftir stundina. Það er gott að koma í kirkjuna og gefa sér stund frá amstri hverdagsins. Hlusta, njóta og biðja.
Öll þriðjudagskvöld eru svo Bach tónleikarnir hans Ólafs Elíassonar. Þri-mið-og fimmtudaga er tíðasöngur klukkan 9. 15 með séra Sveini sem og klukkan 17.00 á fimmtudögum.
Vorferðin okkar er á fimmtudaginn austur á Eyrarbakka.  Förum kl. 10 frá Perlunnni. Á föstudaginn er norsk messa klukkan 14.00. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og organisti er Kári Þormar.
Á hvítasunnudag 19. maí er fermingarmessa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og félagar úr Dómkórnum. Annan í hvítasunnu er messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Athugið að engin gjaldkylda í bílastæði á hvítasunnudag né annan í hvítasunnu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2024 kl. 21.40

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS