Dómkirkjan

 

Vikan framundan!

317991997_10160534781900396_3618317703488229300_nJólafundur hjá kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar mánudagskvöld.
Á þriðjudaginn er tíðasöngur kl. 9. 15 bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00-12.30 súpa í safnaðarheimilinu.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.-20.30.
Á miðvikudaginn er tíðasöngur kl. 9. 15 og örganga klukkan 18.00. Á fimmtudaginn er kvöldkirkjan kl. 20.00-22.00.
Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig.
Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á.
Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.
Á föstudagskvöldið eru tónleikar klukkan 20.30.
Sycamore Tree heldur hátíðartónleika. Tónleikarnir verða hinir glæsilegustu þar sem Ágústa Eva og Gunni Hilmars munu ásamt fríðum flokki spila nýju plötuna sína Colors.
Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Norsk messa er klukkan 14.00 séra Þorvaldur Víðisson og Kári Þormar organisti. Verið velkomin í Dómkirkjuna.
Vertu velkomin/n í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/12 2022 kl. 21.16

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS