Dómkirkjan

 

Bach tónleikarnir falla niður 13. og 20. desember.

Þriðjudagur 13. desember kl. 9. 15 tíðasöngut. Bænastund kl. 12.00. Athugið Bach tónleikarnir falla niður, einnig 20. desember.
Miðvikudagur 14. desember
Tíðasöngur kl. 9. 15
Síðasta örgangan með séra Elínborgu á þessu ári klukkan 18.00
Fimmtudagur 15. desember
Tíðasöngur kl. 9. 15.
Jólatónleikarnir hjá Menntaskólanum í tónlist klukkan 18:00.
Laugardagur 17.desember
Rakarakvartettinn Barbari heldur jólatónleika með bandarískum blæ kl. 17.00. Flutt verða bæði hugljúf og hress jólalög, en áhersla er á djassaðan og drífandi hljómagang. Miðasala á tix.is eða við hurð.
Sunnudagur 18. desember
Messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Mánudagur 19. desember
Samsöngstónleikar Hljómeykis kl. 21.00
Á tónleikunum mun kórinn flytja áheyrendum nokkur falleg jólalög og leiða jólalegan samsöng með tónleikagestum
Þriðjudagur 20. desember
Tíðasöngur kl. 9.15 og bæna-og kyrrðarstund kl.12.00
Miðvikudagur 21. desember
Tíðasöngur kl. 9.15.
Dásamlegir jólatónleikar Dómkórsins kl. 22.00
Aðgangur er ókeypis.
Fimmtudagur 22. desember
Mozart við kertaljós kl. 21.00. Að venju lýkur tónleikunum á jólasálminn góða „Í dag er glatt í döprum hjörtum“.
24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk messa kl. 15.00.
Prestur séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
Kári Þormar organisti
Aftansöngur kl. 18.00
Sr. Elínborg Struludóttir prédikar, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar í Dómkirkjunni. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918 og hefur þessari guðsþjónustu verið útvarpað á BBC frá 1928.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti leiða guðþjónustuna.
Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðþjónusta kl. 11.00
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari.
Mánudagur 26. desember
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Þriðjudagur 27.desember
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
Gamlársdagur 31.desember
Aftansöngur séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2022 kl. 17.16

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS