Dómkirkjan

 

Kæru vinir, góð vika framundan. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér tíma frá amstri dagsins, njóta og hvíla í bæn og tónlist. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíasson þriðjudag kl. 20.30-21.00. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga með séra Elínborgu Sturludóttir klukkan 18.00 frá Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er opið hús klukkan 13.00-15.00 í safnaðarheimilinu. Gestur okkar er Karl Sigurbjörnsson biskup, hann ætlar að segja okkur frá Róm, þeirri sögufrægu borg. Kaffi, meðlæti og gott samfélag. Klukkan 17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur og guðþjónusta á sunnudaginn klukkan 11.00. Kvöldkirkja verður á föstudagskvöldið klukkan 20.00-22.00. Tónleikar Dómkórsins á laugardaginn í Hallgrímskirkju klukkan 17.00. Dómkórinn kveður sér hljóðs eftir tæplega tveggja ára tónleikahlé og syngur verk úr ýmsum áttum á tónleikum í Hallgrímskirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 17:00. Efnisskráin spannar allt frá endurreisnartónlist til glænýrra íslenskra verka sem sérstaklega voru samin fyrir Dómkórinn. Tvö verkanna, eftir þau Arngerði Maríu Árnadóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson verða frumflutt á tónleikunum auk þess sem nýtt verk eftir Hafstein Þórólfsson verður flutt í annað sinn opinberlega. Kórinn syngur einnig verk eftir Ola Gjeilo, Eric Whitacre, William Byrd, Hildigunni Rúnarsdóttur, James Macmillan, Atla Heimi Sveinsson, Eriks Esenvalds, Ernu Blöndal, Stefán Arason og Smára Ólason. Viðfangsefnin eru stór og smá: logandi himinhvelfingar, ljúfir draumar, eilífðin og andartakið, kærleikurinn, dauðinn, bæn barnsins og trúarhiti hins sannfærða, aldir og augnablik. Stjórnandi: Kári Þormar Fullt miðaverð er 2.900 krónur en hægt er að kaupa miða í forsölu á 2.500 krónur til og með 11. nóvember. Hlökkum til að sjá ykkur í starfi Dómkirkjunnar, gætum vel að sóttvörnum.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/11 2021 kl. 17.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS