Dómkirkjan

 

16Við messu í Dómkirkjunni sl sunnudag tóku fulltrúar  líffæragjafa og –þega, þátt og færðu þakkir fyrir fyrir þau sem gáfu líf sitt öðrum til lífs og beðið var fyrir þeim og öllum sem standa að líffæragjöfum. Var þetta í tilefni af Líffæragjafadegi, sem haldinn var á laugardaginn, þar sem þetta málefni var kynnt.

Fulltrúi líffæragjafa var Þórunn Guðrún Einarsdóttir, móðursystir Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést af afleiðingum bílslyss sl.vetur, 18 ára að aldri.

Hann hafði rætt um það að vilja vera líffæragjafi og einkunnarorð hans allt frá fermingu voru Gullna reglan: „ Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“  Síðasta gjöf hans í þessu lífi var í þeim anda.  Fimm einstaklingar hlutu lífgjöf vegna gjafa hans. Og við þökkum þá visku og þekkingu sem gerir þetta mögulegt á okkar tímum og blessum minningu hans og annarra sem hafa verið öðrum lífgjöf.

Fulltrúi líffæraþega við messuna var Kjartan Birgisson sem er formaður áhugafélags um líffæragjafir, „Annað líf“.

Vitnisburður þessa fólks setur okkur öll andspænis spurningunni: Ef ég vildi þiggja vildi ég þá ekki gefa? Ættum við ekki öll að íhuga þá spurningu í ljósi Gullnu reglunnar? Og láta vilja okkar í ljósi. Og sannarlega snýst þetta um það að við erum öll þiggjendur, við gætum ekki lifað án þess að njóta annarra að í því undursamlega samhengi að gefa og þiggja sem lífið er.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2014 kl. 14.39

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS