Dómkirkjan

 

Messur um jólin

Messuhald í Dómkirkjunni er hefðbundið og í föstum skorðum um jól sem endranær.  Á aðfangadag er dönsk messa kl. 15. Þar prédikar Þórhallur Heimisson eins og hann hefur gert í mörg undanfarin ár. Bergþór Pálsson syngur einsöng og Kári Þormar leikur á orgelið. Kl. 18 er síðan aftansöngur. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Einleik á trompetta leika þeir Ásgeir H. Steingrímsson og Jóhann Stefánsson. Útvarpað verður frá aftansöngnum að venju. Kl. 23.30 er Náttsöngur eða miðnæturmessa. Biskupinn yfir Íslandi hr. Karl Sigurbjörnsson prédikar. Nær eitt hundrað manna kór úr Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttir syngur,organisti er Kári Þormar.

Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Annan dag jóla prédikar sr. Þorvaldur Víðisson í guðsþjónustu kl. 11. Kári Þormar leikur á orgelið,Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Ástbjörn Egilsson, 21/12 2010 kl. 11.23

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS