Dómkirkjan

 

Fjölbreytt dagskrá á fimmtudegi.

 Á morgun, fimmtudag er tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu kl. 13.00-14.30. Börkur Karlsson leiðsögurmaður er gestur okkar á morgun, góðar kaffiveitingar og gott samfélag.
Kvöldkirkjan klukkan 20.00-22.00. Þögn er einkenni kvöldkirkjunnar. Þau, sem koma í kvöldkirkju, ganga inn með kyrrlátum hætti. Fólk talar um hversdagsmál sín utan kirkjunnar. Oftast er tónlistarflutningur í kvöldkirkjunni. Sá flutningur er ekki eins og á tónleikum, heldur þjónar aðeins íhugun og slökun. Eitt hljóðfæri er stundum notað eða orðlaus söngur mannsraddar. Hreyfanleiki er stíll kvöldkirkjunnar. Fólk situr ekki lengi, heldur rölta margir um kirkjuna í kyrrð. Sumir eru lengi inni í kirkjunni og aðrir stutt. Mörgum hentar jafnvel að leggjast á kirkjubekki eða á dýnur til að stilla sinn innri mann og tengja við tákn og hljóma kirkjunnar. Sumir kveikja á kerti til íhugunar eða sem bænakerti.
Verið velkomin í safnaðarstarfið!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2024 kl. 21.09

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS