Dómkirkjan

 

Kirkjudagar 2024

Fólk af öllu landinu kemur saman í Lindakirkju til að fagna, njóta, gleðjast, fræðast, syngja, biðja og uppbyggjast með því að taka þátt í allskonar dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september. Þeir hefjast með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni, en svo verður pílagrímaganga í Lindakirkju þar sem fer fram setning Kirkjudaga.

Mánudag til fimmtudags verða málstofur í Lindakirkju og á föstudeginum Sálmafoss með þátttöku kóra af öllu landinu og sungnir verða valdir sálmar í ýmsum útsetningum. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá í Lindakirkju; hoppukastalar, völundarhús, fyrirlestrar, kynningar og margt fleira. og Kirkjudögum lýkur með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.

Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“ (Mt. 5.9). Friður kemur víða við í Biblíunni og getur merkt eining, innri ró, velferð og gleði. Englarnir á Betlehemsvöllum sungu um frið á jörðu og Jesús boðar að sannan frið sé að finna í kærleikanum og voninni. Að vera friðflytjandi er stuðla að einingu og réttlæti, sýna samhygð og virðingu.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2024 kl. 9.14

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS