Dómkirkjan

 

Blásarakvintettinn Vindtro frá Kaupmannahöfn

Blásarakvintettinn Vindtro hefur verið starfræktur frá árinu 2020 en meðlimirnir kynntust við nám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn.
Þau halda af stað í tónleikaferðalag um Danmörku, Færeyjar og Ísland í lok ágúst, og halda sína seinustu tónleika á ferðalaginu í Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 30. ágúst kl. 18:00.
Þau munu flytja fjölbreytta efnisskrá samansetta af klassískum verkum með þjóðlegum innblæstri frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi.
Almennt miðaverð 2500 kr. / 1500 kr. fyrir stúdenta og eldri borgara. Hægt að greiða með Aur, peningum, eða með því að leggja inn á reikning.
Vindtro er ungur, alþjóðlegur tréblásarakvintett sem var stofnaður í Kaupmannahöfn vorið 2020. Meðlmiðir kvintettsins eru hin japanska Erika Tani, óbó, hin danska Julie Norén Solevad, horn, hin íslenska Kristín Ýr Jónsdóttir, flauta, og hin norsku Kamilla Steinkjær Bentzen, klarínetta, og Peder Ravn Jensen, fagott. Þau kynntust í Konunglega Danska Tónlistarháskólanum og hafa hlotið leiðsögn þaðan frá Próf. Max Artved.
Kvintettinn var valinn til að taka þátt í P2 Kammertónlistarkeppninni á vegum danska ríkisútvarpsins og Alþjóðlegu Carl Nielsen Kammertónlistarkeppninni (2023), og unnu fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu Mozart/Salzburg Kammertónlistarkeppninni Tokyo (2023) og Nordic Wind Kammertónlistarkeppninni (2021). Vindtro hefur komið fram á ýmsum hátíðum í Skandinavíu, má þar nefna Festspillene í Bergen, Noregi, Sænsku blásaratónlistarhátíðina í Linköping og Rued Langgaard hátíðina í Ribe, Danmörku. Þau hlutu þann mikla heiður að vera ein af mótttakendum hins virta Léonie Sonnings Talentpris í maí 2023.
Allir meðlimir kvintettsins eru virkir í norrænu tónlistarsenunni og koma reglulega fram með hinum ýmsu sinfóníuhljómsveitum. Má þar nefna Dönsku Útvarpshljómsveitina, Odense Sinfóníuhljómsveitina, Kaupmannahafnar Fílharmóníuna, Konunglegu dönsku Óperuhljómsveitina, Bergen Fílharmónínuna og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/8 2024 kl. 14.18

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS