Sönghópurinn Hljómeyki býður gestum og gangandi upp á samsöng ættjarðarlaga ásamt nýjum og eldri kórperlum þann 17. júní kl.16.00-17.00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tilefnið er 50 ára afmæli kórsins og 80 ára afmæli lýðveldisins. Á samsöngstónleikunum flytur kórinn ásamt áheyrendum þekkt og elskuð ættjarðarlög og einnig verða frumfluttar tvær glænýjar útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á íslensku þjóðlögunum Björt mey og hrein og Liljulagi. Einnig fá áheyrendur meðal annars að heyra tvö lög úr nýafstaðinni tónsmíðakeppni um nýtt ættjarðarlag. Stjórnandi á tónleikunum verður Stefan Sand. Aðgangur ókeypis og öllum söng- og tónlistarelskum heimill.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2024 kl. 8.58