Þegar maður kemur inn í Dómkirkjuna, þá blasir við augum fagurlega skrifað 9. versið í 24. Passíusálminum sem hefst á orðunum „Þá gengur þú í Guðshús inn“ Það er í ramma úr rósaviði, sem Ríkharður Jónsson skar út 1918. Efst á rammanum er Kristsmynd, en neðst fyrir miðju er opin Biblía, þar sem vitnað er í 20 vers 18. kapítula Mattheusarguðspjalls. Þar segir:„ Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“ Séra Lárus Halldórsson skrautritaði sálmaversið. Árni Árnason tók myndina.
Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2024 kl. 15.18
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi