Dómkirkjan

 

Næstkomandi sunnudag sem er fyrsti í aðventu, eru tvær guðþjónustur og aðventukvöld í Dómkirkjunni. Klukkan er 11.00 er þjóðbúningamessa/ömmu- og afamessa. Þar sem fermingarbörnin eru hvött til að bjóða ömmum sínum og öfum til messu. Einnig bjóðum við sérstaklega velkomna gesti frá þjóðbúningafélaginu og eru kirkjugestir hvattir til að mæta í þjóðbúningun, ef þeir eiga þessu kost. Hildur og Ási verða mætt í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a klukkan 10.00 til að aðstoða. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna. Klukkan 14.00 er sænsk messa, séra Guðrún Karls-Helgudóttir og Kári Þormar. Aðventukvöld, klukkan 20.00. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er ræðumaður kvöldsins, börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti flytja falleg tónverk, Dómkirkjuprestarnir halda svo utan um þetta að kirkjulegum hætti. Að samkomunni lokinni verður boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkomin!

18595417_10155246864630396_3661939906019149933_o

Laufey Böðvarsdóttir, 27/11 2023 kl. 12.26

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS