Dómkirkjan

 

Góð vika framundan

Þriðjudagur tíðasöngur kl. 9.15. Bænastund kl. 12.00, létt máltíð og samvera í safnaðarheimilinu og Bach tónleikar kl. 20.00-20.30.
Miðvikudagur tíðasöngur kl. 9.15 og örganga kl. 18.00.
Fimmtudagur tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00. Opna húsið kl. 13.00 -14.30. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður er gestur okkar. Kaffi og góðar veitingar.
Laugardagur kl. 16.00
Vinirnir og samverkamennirnir Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari verða með kynningu á nýjum geisladiski, sem nefnist „Söngur fuglanna“ í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.
Geisladiskurinn er tileinkaður minningu Braga Haukssonar (24.02.1959-20.06.2023), sem lést um aldur fram síðastliðið sumar og verður til sölu á þessari kynningu. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Sunnudagur messa klukkan 11.00.
Séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Verið velkomin í samfélagið í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2023 kl. 12.12

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS