Dómkirkjan

 

Til barna sem fædd eru 2010 og foreldra/forráðamanna þeirra.

Í ágúst hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni, ætluð börnum í 8. bekk sem eru að velta því fyrir sér eða hafa ákveðið að fermast vorið 2024.

Fermingarbarnanámskeið  verður í ágúst og er það samstarfsverkefni prestanna og safnaðanna í Dóm-og Neskirkju.

Kynningarfundur er sun. 13. ágúst kl. 20:30 í Dómkirkjunni.

Námskeið fer svo fram 14.-17. ágúst.

Námskeiðið hefst í Neskirkju mán. 14. ágúst  kl. 10:00

Mæting á námskeiðið er alla dagana í Neskirkju og fer fram

eftirfarandi daga:

mán.14. ágúst kl. 10-15

þri. 15. ágúst kl. 10-15

mið. 16. ágúst kl. 10-15

fim. 17. ágúst kl. 10-15.

fim. 17. ágúst kl. 19:30 Grillveisla

Dagskráin er afar fjölbreytt en markmiðið er að veita börnunum fræðslu um kristna trú, siðferði og menningu. Þar má nefna:

-         Sögur Biblíunnar

-         Helgihaldið, saga, tákn og tónlistin.

-         Lífsleikni

-         Mannréttindi

-         Umhverfisvernd

-         Þróunar-og hjálparstarf.

 

Sunnudaginn 20. ágúst kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. 

 

Helgina 8.-10. sept. verður farið í Vatnaskóg í Svínadal, en þar hafa  sumarbúðir KFUM verið reknar í heila öld. Þar mun fara fram fræðsla, útivist og skemmtun í bland og við munum án efa njóta dvalar á undurfögrum stað sem er sérsniðinn að þörfum barna og ungmenna.

 

Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2024 eru:

 

pálmasunnudagur 24. mars kl. 11:00

skírdagur 28. mars kl. 11:00

hvítasunnudagur  19. maí  kl. 11:00

 

 

Ef þið viljið skrá börnin ykkar til þátttöku í fermingarstarfinu eða fá ítarlegri upplýsingar um fermingarstarfið biðjum við ykkur um að skrá börnin á heimasíðu Dómkirkjunnar www.domkirkjan.is

Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um fermingarstarfið getið þið sent tölvupóst á: sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringt í síma 5209709.

Verð fyrir fræðsluna er kr. 38. 000,- og er þar innfalið: Kennsla, fæði, námsgögn og helgarferð í Vatnaskóg.

 

Við hlökkum til fermingarstarfsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest!

 

 

 

 

 

 

Elínborg Sturludóttir

Sveinn Valgeirsson

 

Laufey Böðvarsdóttir, 20/6 2023 kl. 11.06

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS